Sónað frá Herkúles og Glaumi á mánudaginn 12. sept.

08/09/2016

Sónað verður frá Herkúles og Glaumi í Fellsöxl mánudaginn 12. sept. Byrjað verður á því að sóna hryssurnar sem hafa verið hjá Herkúles, eða kl. 15.

Sónað verður frá Glaumi kl. 17,  Sónað verður frá báðum hestunum í Fellsöxl.

Stjórnin.

 

Kvistur frá Skagaströnd

09/07/2016

Kvistur frá Skagaströnd hefur bæst í hóp þeirra hesta sem munu verða á vegum HROSSVEST.  Hesturinn mun verða staðsettur á Borgum og mun verða tekið á móti hryssum til hans n.k. mánudag milli kl. 20 og 22.  (Mánudaginn 11,. júlí) Umsjónarmaður hestsins er Sigbjörn Björnsson bóndi á Lundum og síminn hans 847-2434  Tollurinn undir Kvist kostar með öllu 132.000 kr.

 

Aðalfundur Hrossaræktarsambandsins

13/04/2016

Aðalfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands verður haldinn á Hótelinu í Borgarnesi þann 8. maí n.k. og hefst kl. 20:30.  Á dagskrá verða almenn aðalfundarstörf.  Farið verður yfir stóðhesta sumarsins  og starfið sem framundan er á árinu.  Allir velkomnir.

Stjórnin

Opnað hefur verið fyrir pantanir

08/04/2016

Opnað hefur verið fyrir pantanir.  Hafið worlfengnúmer hryssunnar og örmerki við hendina þegar pöntunarferlið hefst.

Fimm glæsilegir hestar verða í boði í sumar.  Nánari upplýsingar eru um hestana á linknum ,,stóðhestar 2016″ og er hér á heimasíðunni til vinstri.

Stóðhestar sumarið 2016

01/04/2016

Stóðhestar sem verða á vegum HROSSVEST, og gengið hefur verið frá samningum um eru:

Auður frá Lundum sem verður á Borgum 15. 6. til 20. júlí.  Verð kr. 99.000

Hersir frá Lambanesi sem verður í Fellsöxl 4.7. – 25.08.16.  Verð kr. 156.000

Bragur frá Ytra – Hóli sem verður í Hólslandi 4.7 – 25.08.16. Verð kr. 144.000

Herkúles frá Ragnheiðarstöuðm, verður í Fellsöxl 4.7. – 25..8.16  Verð kr. 132.000

Glaumur frá Geirmundarstöðum, verður í Fellsöxl, 4.7. – 25.8.16  Verð kr. 95.000

Opnað verður fyrir pantanir 10 apríl n.k. Vakin er athygli á því að öll verð eru gefin upp með VSK.

Hrossvest auglýsir eftir stóðhestum til leigu

15/02/2016

Hrossaræktarsamband Vesturlands óskar hér með eftir stóðhestum til leigu sumarið  2016.

Stjórn HROSSVEST óskar eftir öflugum ræktunargripum en þeir hestar sem koma til greina skulu vera með 1. verðlaun í aðaleinkunn.

Hafir þú áhuga á viðskiptum við okkur þá vinsamlega sendu upplýsingar þar um ásamt verði m. vsk á fengna hryssu og praktískum atriðum til formanns sambandsins á netfangið hrossvest@hrossvest.is eigi síðar en 01.mars 2016

Fyrir hönd stjórnar
Gísli Guðmundsson,
formaður
S 8940648

Hrossaræktarbú Vesturlands 2015

16/11/2015

Brautarholt á Snæfellsnesi

Efstu hestar í hverjum flokki

Á  meðfylgjandi mynd má sjá alla þá sem sáu sért fært að mæta á haustfundinn og taka við viðurkenningum fyrir sína gripi.  Á myndinni erþví stór hópur okkar bestu hrossaræktenda á Vesturlandi.

Stóðhestar 7 vetra og eldri.

IS2005137600    Atlas frá Lýsuhóli             Ae. 8,23

IS2007138399     Villi frá Gillastöðum        Ae. 8,22

IS2006138777      Týr frá Miklagarði            Ae. 8,19

Stóðhestar 6 vetra.

IS2009101044        Skaginn frá Skipaskaga    Ae. 8,60

IS2009135064        Eyjólfur frá Einhamri 2      Ae. 8,08

IS2009137637        Draupnir frá Brautarholti   Ae. 8,07

Lesa meira »

Haustfundur HROSSVEST 15.11.2015

29/10/2015

Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands var haldinn sunnudaginn 15. nóvember sl.  Tilnefnt var ræktunarbú Vesturlands en þann titil hlaut að þessu sinni búið

Veitt verða verðlaun fyrir efstu kynbótahrossin í hverjum flokki og Ræktunarbú Vesturlands 2015 verður verðlaunað. Þá verða veitt heiðursmerki Hrossaræktarsambands Vesturlands til einstaklinga sem hafa lagt sitt af mörkum til félags- og ræktunarstarfs í þágu hestamennskunnar á Vesturlandi.

Gestur fundarins verður Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður í hrossarækt.  Hann mun fara yfir áherslur í starfi sínu á nýjum vettvangi.

Stjórnin.

Sónað frá Æsi og Eldjárni

16/08/2015

Mánudaginn 17. ágúst verður sónað frá Æsi frá Efri-Hrepp kl. 16.  Sónað verður frá Eldjárni frá Tjaldhólum sama dag kl. 18.  Umsjónarmaður girðingar er Ingibergur,gsm, 897-5128.