Úrslit af folaldasyningu Vestlendinga 9 Nóvember

Hér eru úrslit á folalda og trippasýningu Hrossaræktarsambands Vesturlands sem haldin var sunnudaginn 9. Nóvember á Mið-Fossum.   Alls komu fram  27 trippi og 49 folöld.    Dómarar voru Þorvaldur Kristánsson, Eyþór Einarsson og Sigbjörn Björnsson.   Húsfyllir var.  Áhorfendur voru um 200.
 
Meðf. er mynd af Blossa frá Skáney og stoltum eiganda, Sigríði Þorvaldsdóttur.
 
Útslit urðu þessi:
 
Hryssur fæddar 2006:
 
1.  Kólga frá Skarði  móvindótt   
     F: Straumur f. Innri Skeljabrekku  M:  Röskva frá Skarði
     Rælt/eig:  Árni Ingvarsson
 
2.  Strönd frá Skáney    brún
     F;  Smári f. Skagaströnd  M:  Mjöll f. Skáney
     Rækt/eig:  Bjarni Marinósson
 
3.  Lyfting frá Mið-Fossum  grástjörnótt
     F:  Ofsi f. Brún   M:  Þota f. Hofsstöðum
     Rækt/eig:  Helgi Gissurnarson
 
4.  Brynhildur frá Skáney    rauð
     F:  Funi f. Skáney   M.  Loka f. Skáney
     Rækt/eig:  Birna Hauksdóttir
 
 
Hestar fæddir  2006:
 
1.   Funi frá Dalsmynni    rauðstjörnóttur
      F:  Parker f. Sólheimum   M:  Von f. Söðulsholti
      Rækt/eig:  Svanur Guðmundsson
 
2.   Listfinnur frá Skáney   rauðtvístjörnóttur
      F:  Kolfinnur f. Kjarnholtum   M:  List f. Skáney
      Rækt/eig:  Haukur Bjarnason
 
3.   Loftur frá Skáney  rauðblesóttur
      F:  Kolfinnur f. Kjarnholtum   M:  Sokka f. Skáney
      Rækt/eig:  Bjarni Marinósson
 
4.   Hamar frá Stakkhamri   grár
      F:  Klettur f. Hvammi  M.  Þerna f. Stakkhamri
      Rækt/ Bjarni Alexandersson
     Eig:  Hamarsfélagið
 
 
 
Hryssur fæddar 2007:
 
1.   Gljá frá Oddsstöðum   grá
      F:  Markús f. Langholtsparti  M:  Brák f. Oddsstöðum
      Rækt/eig:  Sigurður O. Ragnarsson
 
2.   NN frá Hellubæ   rauðskjótt
     F.  Álfur f. Selfossi   M.  Þula  f. Hellubæ
     Rækt:  Gíslína Jensdóttir
     Eig:  Olil Amble. Selfossi
 
3.  Alda frá Efri Hrepp  rauð
     F:  Dynur f. Hvammi   M.  Prinsessa f. Efri Hrepp
     Rækt/eig:  Guðrún Guöðmundsdóttir
 
4-6  Fönn frá Skáney   albinói
      F:  Máni f. Brú   M.  Mjöll f. Skáney
      Rækt/eig:  Bjarni Marinósson
 
4-6   Þórvör frá Skáney   rauðstjörnótt
       F:  Andvari f. Skáney   M.  Þóra f. Skáney
       Rækt/eig:  Bjarni Marinósson
 
4-6   Frigg frá Hofssltöðum   rauðskjótt
        F: Baugur f. Víðinesi   M..  Fluga f. Hofsstöðum
       Rækt/eig:  Eyjólfur Gíslason
 
 
 
Hestar fæddir   2007
 
1.  Blossi ´frá Skáney  rauðstjörnóttur               
    F:  Funi f. Skáney  M.  Gjálp f. Skáney
    Rækt:  Birna Hauksdóttir
    Eig:  Sigríður Þorvaldsdóttir,  Hjarðarholti
 
2.  Tristan frá Stafsholtsveggjum   brúnstjörnóttur
    F:  Krummi f. Blesastöðum  M.  Hrafntinna f. Stafholtsveggjum
     Ræk/eig:  Jóhannes Jóhannesson
 
3.   Sindri f. Oddsstöðum  grár
      F:  Álfasteinn f. Selfossi   M.  Egla f. Oddsstöðum
     Rækt/eig:  Sigurður O. Ragnarsson
 
4-5.  Glanni frá Stóra-Ási   leirljósstjörnóttur
        F:  Glúmur f. Stóra-Ási   M.   Birta f. Stóra Ási
        Rækt/eig:  Kolbeinn Magnússon
 
4-5.  Vörður frá Sturlu Reykjum   rauðsjóttur
        F.  Auður f. Lundum   M.  Sara f. Litla Bergi
        Rækt/eig:  Jóhannes Kristleifsson
 
Áhorfendur kusu  Gljá frá Oddsstöðum  fædda  2007 álitlegasta gripinn   . Hún er undan Markúsi f. Langholtspari og Brák f. Oddsstöðum.  Ræktandi og eigandi er Sigurður O. Ragnarsson,  Oddsstöðum
 
Í öðru sæti var Listfinnur frá Skáney,  fæddur 2006    F. Kolfinnur f. Kjarnholtum  og List frá Skáney.     Ræktandi og eigandi  er Haukur Bjarnason, Skáney
 
Fengu þessi tvö lang flest atkvæði. Aðeins eitt atkvæði sem skildi þau að.
 
kveðja frá Hrossaræktarsambandi Vesturlands