FOLALDASÝNING

Hin árlega folaldasýning Hrossaræktarsambandsins verður haldin í Söðulsholti, sunnudaginn 7. des. nk. kl. 13:00
Aðgangur kr. 1000 pr einstakling (kort ekki tekin).
Fram koma folöld í kynjaskiptum flokkum.
Í hléi mun Hestamannafélagið Snæfellingur afhenda árlegar viðurkenningar sínar fyrir árangur í keppni og hrossarækt.
Uppboð á folaldi frá Hömluholti ehf. til styrktar Hrossvest. og reiðhallarbyggingu í Borgarnesi.
Skráning fer fram á netfanginu: hrossvest@hrossvest.is og kostar kr. 500 pr. hross, sem leggist inn á reikning nr. 1103-26-2813 kt. 640169 2739 í Sparisjóði Mýrasýslu.
Skrá verður: Nafn, lit, fæðingarstað, föður, móður, ræktanda og eiganda.
Skráningu skal vera lokið fyrir miðvikudagskvöldið 3. des. nk.