Folaldasýning 2008

Af Skessuhorni:

Stærsta folaldasýning heims þetta árið

10. desember 2008

Hin árlega folaldasýning Hrossaræktarsambands Vesturlands fór fram á hestabúgarðinum Söðulsholti á Snæfellsnesi sl. sunnudag. Að sögn fróðra manna var þetta stærsta folaldasýning íslenskra hesta í heiminum þetta árið. Þar voru sýnd og dæmd 75 folöld og voru gestir um 140 talsins. Keppt er í flokki hestfolalda og merfolalda. Mikið var um stórglæsilega gripi á sýningunni en skærasta stjarna dagsins þótti vera Snekkja frá Hallkelsstaðahlíð en hún er undan Glotta frá Sveinatungu og Skútu frá Hallkelsstaðahlíð. Hún heillaði bæði dómara, sem settu hana í efsta sæti merfolalda, og áhorfendur sem kusu hana glæsilegasta grip sýningarinnar. Þótti Snekkja sýna einkar glæsilegan fótaburð og kraftmikla framkomu. Efstur í flokki hestfolalda var Hnjúkur frá Skáney, undan Gná frá Skáney og Tindi frá Varmalæk. Að mati áhorfenda var Bráður frá Miðgarði næstbesta ungviði sýningarinnar en þessi tvö skáru sig úr að dómi “brekkunnar.”

 

 

Dómarar voru þeir Eyþór Einarsson og Þorvaldur Kristjánsson en þulur var Eysteinn Leifsson. Boðið var upp folald frá bóndanum í Hömluholti en ágóðinn af sölunni rennur til byggingar reiðhallarinnar í Borgarnesi. Auðunn á Rauðkollsstöðum lét ekki slíkt boð úr hendi sleppa og handsalaði kaupin um leið og folaldið hafði verið sýnt. Einnig var töluvert um að folöld skiptu um eigendur eftir daginn.

 

Helstu úrslit urðu þannig:

 

Hestfolöld:

 

1. Hnjúkur f. Skáney

    F: Tindur f. Varmalæk

    M: Gná f. Skáney

    Rækt/eig: Bjarni Marinósson

 

2. Sjóður f. Eyri

     F:  Auður f. Lundum

     M:  Kolbrá f. Flugumýri

     Rækt/eig. Hrossaræktarbúið Eyri ehf.

 

3. Bráður f. Miðgarði

    F:  Sólon f. Skáney

    M: Brá, Stafholtsveggjum

    Rækt/eig:  Sigríður Arnardóttir

 

Merfolöld:

 

1. Snekkja f. Hallkelsstaðahlíð

    F:  Glotti f. Sveinatungu

    M:  Skúta f. Hallkellsetaðahlíð

    Rækt/eig: Guðmundur M. Skúlason

 

2. Von f. Uxahrygg

   F:  Dreyri f. Uxahrygg

    M. Tinna f. Uxahrygg

   Rækt: Magnús Guðmundsson

   Eig: Guðmundur Á. Árnason, Gufudal

 

3. Hekla f. Skáney

    F: Hnjúkur f. Hesti

    M: Reynd f. Skáney

    Rækt/eig: Bjarni Marinósson