Alls komu á annað hundrað manns á sýninguna í nýju reiðhöllini í Borgarnesi. Rúmt var um alla í þessu fallega húsi. Alls komu fram 33 folöld. Þarna mátti sjá marga af ræktunargripum framtíðarinnar hér á Vesturlandi. Feður folaldanna eru 27 sem sýnir mikla breidd í kynbótastarfinu.
Yngsti sýnandinn var bara 3ja mánaða. Það var hún Kristín Eir Holaker Hauksdóttir á Skáney.
Dómarar voru Þorvaldur Kristjánsson og Barbara Frische frá Þýskalandi. Þau skiluðu vinnu sinni vel.
Eigendum verða sendir dómarnir í tölvupósti þegar þeir koma til okkar.
Hér eru úrslitin:
Hryssur:
1. Sól frá Skáney rauðblesótt
F: Sólon f. Skáney
M: Grisja f. Skáney
Rækt: Birna Hauksdóttir
Eig: Kristín Eir Holaker Hauksdóttir
2. Bára frá Báreksstöðum brúnstjörnótt
F: Þór f. Búlandi
M: Herdís f. Báreksstöðum
rækt/eig: Sigurborg Jónsdóttir
3. Aría frá Stóra-Ási, rauðtvístjörnótt
F: Þokki f. Kýrholti
M: Flauta f. Stóra-Ási
Rækt: Lára Kristín Gísladóttir
Eig: Lára Kristín og Kolbeinn Magnússon
Hestar:
1. Ísak frá Stafholtsveggjum, vindóttur
F: Staumur f. Innri-Skeljabrekku
M: Tinna f. Stafholtsveggjum
Rækt/eig: Kristín Elísabet Möller
2. Jarki frá Steindórsstöðum, jarpstjörnóttur
F: Kjarni f. Þ´jóðólfshaga
M: Játning f. Steindórsstöðum
Rækt/eig: Páll Guðnason
3. Byr frá Mýrum, rauðblesóttur
F: Kikja f. Þverholtum
M: Brúða f. Akureyri
Rækt/eig: Gunnar Halldórsson
Áhorfendur völdu mest spennandi gripinn og voru þeir nokk sammála dómurunum því þau folöld sem voru nr 1 og 2 í báðum flokkum voru valdir nr. 1-4
Úrslit voru þessi:
1. Ísak frá Stafholtsveggjum
2. Sól frá Skáney
3. Jarki frá Steindórsstöðum
4. Bára frá Báreksstöðum.