Stóðhestar ársins 2010

Þessa dagana er verið að vinna í því að setja stóðhesta ársins 2010 inn á heimasíðuna.
Margir spennandi hestar eru í boði.   Allss verða átta hestar á vegum Hrossaræktarsambandsins á Vesturlandi á komandi sumri.  Tveir ósýndir folar á fjórða vetur sem farið er að temja, Alvar frá Brautarholti og Krákssonur frá Blesastöðum (móðir: Blúnda frá Kílhrauni).  Þessir ungu hestar eru komnir vel af stað í tamningu og unnið með þá markvisst enda landsmót framundan.  Einnig má nefna Vökul frá Síðu, Þey frá Prestsbæ, Dyn frá Hvammi, Svein Hervar frá Þúfu, Roða frá Múla og Blæ frá Torfunesi.

Opnað verður fyrir pantanir í byrjun febrúar.