Margir glæsilegir stóðhestar verða á vegum Hrossaræktarsambands Vesturlands á Vesturlandi á komandi sumri.
Alls verða níu hestar í boði á vegum Hrossaræktarsambands Vesturlands sumarið 2010. Þið getið kynnt ykkur framboðið hér á heimasíðunni.
Opnað hefur verið fyrir pantanir svo allt er klárt. Munið að hafa Feng númer hryssunnar og örmerki við hendina þegar pöntunarferlið hefst. Þá er ekkert að vanbúnaði.