Systkini Brjáns frá Bleastöðum gera það gott!

Brjánn frá Blesastöðum er undan Blúndu frá Kílhrauni sem er fyrstu verðlauna hryssa.  Þrjú afkvæmi hennar hafa hlotið fyrstu verðlaun.  Tvö þeirra, Alfa Orradóttir og Fláki Gígarsson frá Blesastöðum slógu í gegn á stóðhestasýningu í Rangárhöllinni fyrir skömmu.  Alfa er úrtöku töltari með 9,5 fyrir tölt.  Fláki er alhliða gæðingur með frábært skeið.  Hann er að vísu ekki með einkunn fyrir það, þar sem hinn snjalli knapi Þórður Þorgeirsson gleymdi því í sýningu í fyrra.  (Heimild: Viðskiptablaðið 21.apríl 2010)  Það lá hins vegar ekkert í gleymsku í Rangárhöllinni og verður spennandi að sjá hvað þessi foli gerir í vor og sumar.  Alfa frá Blesastöðum þykir einn glæsilegasti töltari landsins um þessar mundir.  Það verður því spennandi að fylgjast með framvindu Brjáns frá Blesastöðum.  Á meðfylgjandi mynd má sjá systkinin Ölfu og Fláka í Rangárhöllinni fyrir skömmu.  Myndin er tekin af Jens Einarssyni sem gaf góðfúslega leyfi fyrir notkun myndarinnar á vefnum.