Afrakstur sumarsins.

Sumarið 2010 voru í heildina 142 hryssur í stóðhestagirðingum á vegum Hrossaræktarsambands Vesturlands.  Af þessum hryssum eru staðfest fyl í 120 sem þykir í heildina mjög góð útkoma.  100% fyljun var hjá Blæ f. Torfunesi.  Unghestarnir, þeir Brjánn og Alvar skiluðu frá sér góðu búi en allir þessir hestar voru frá júní fram til ágústloka og sýndi það sig við sónun þessara þriggja hesta að þær hryssur sem komu fyrst voru sónaðar um miðjan sept. með 60+ dagafjölda í áætlaðri meðgöngu sem sýnir skjóta og góða afgreiðslu hestanna.  Full mikið var um það að verið væri að mjatla hryssur til hestanna fram eftir sumri sem gerir eftirlitsaðilum girðinganna talsvert erfiðara fyrir.