Hrossaræktarbú Vesturlands 2010

Á aðal- og haustfundi Hrossaræktarsambands vesturlands, sem haldinn var 4. desember 2010, var hrossaræktarbúið Skipaskagi tilnefnt hrossaræktarbú ársins á Vesturlandi fyrir árið 2010.  Á meðfylgjandi mynd má sjá þau hjónin, Sigurveigu Stefánsdóttur og Jón Árnason taka við viðurkenningu fyrir ræktun sína.   Skipaskagi varð einnig fyrir valinu ræktunarbú ársins árið 2008 og ekkert af þeim hrossum sem komu þá fyrir dóm komu til dóms á árinu 2010.

Fimm bú voru tilnefnd en það voru;  Berg, Lundar II, Skáney, Skipaskagi, Stóri Ás.  Það var erfitt að velja en það var áberandi að Skipaskagabúið kom með til dóms á árinu 2009 hross sem ekki höfðu áður verið í dómi.  Fjögurra vetra hópurinn var t.d. glæsilegur.