Á aðalfundi HROSSVEST var Ingimar Sveinsson gestur fundarins og fór hann yfir nýútkomna bók sína sem ber nafnið ,,Hestafræði Ingimars“ Ingimar hefur starfað við Bændaskólann og Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, bæði við kennslu og rannsóknir. Hann hefur tekið þátt í þróun reiðmennskunnar með kennslu sinni hérna á Vesturlandi og eigum við mörg hver honum mikið að þakka.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Ingimar en stjórn HROSSVEST þótti við hæfi að færa honum blómvönd og þakka honum framlag sitt til hestamennskunnar.