Pantanir fara vel af stað!

Það er óhætt að segja að pantanir hafi farið vel af stað þetta árið og hafa pantanir dreifst ótrúlega vel á hestana.

Miðað hefur verið við það að félagsmenn hrossaræktardeilda sem eiga aðild að HROSSVEST hafa ákveðinn forgang í pöntunum.  Sá tími er nú liðinn og eru nú allir jafn réttháir, fyrstu kemur fyrstur fær.  Ekki hefur þurft að grípa til neinna sértækra aðgerða vegna þessa  enda ekki fyllst með hraði undir neinn hest þetta árið.    Enn sem komið er er ekki orðið fullt hjá neinum hesti.