Aðalfundur Hrossaræktarsambandsins.

Aðalfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands var haldinn á Hótel Borgarnesi, þriðjudaginn 3. mai kl. 20.30.  

Afgreiddir voru reikningar félagsins og fór formaður yfir þá stóðhesta sem verða í boði hjá HROSSVEST á komandi sumri.  Mesta athygli fékk þó gestur fundarins, sem var  Sigurbjörg Þorsteinsdóttir Dr.Med.Sc. ónæmisfræðingur hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum en hún kynnti nýjustu niðurstöður í rannsóknum á sumarexemi. Erindið nefnist: Sumarexem (smámýsofnæmi í hestum) möguleikar á meðferð.  Erindið má nálgast hér, í styttri útgáfu.

Með Sigurbjörgu kom Vilhjálmur Svansson, dýralæknir, en hann vinnur einnig á Keldum, og hefur komið að umræddum rannsóknum.  Líflegar umræður urðu um þetta mikilvæga málefni og voru það lokaorð Sigurbjargar að það gætu orðið svona tíu ár þar til mótefni (bóluefni) verður til við þessari flugu sem valdur exeminu.  Fyrir tíu árum var ekkert vitað um sumarexem, nema að það var fluga sem olli því.   Stjórn HROSSVEST þakkar Sigurbjörgu fyrir.