Blysfari mætir ekki vegna veikinda.

Þau leiðu tíðindi voru að berast að Blysfari mætir ekki í girðingu hjá HROSSVEST í dag, eins og til stóð, vegna veikinda.  Ekki er vitað hvað veldur umræddum veikindum hestsins.

Stjórnin harmar þessa stöðu.  Staðfestingargjöld verða endurgreidd til þeirra sem pantað hafa undir hestinn en verið er að hringja út til þeirra sem voru með pláss.  Margir hverjir eru að breyta undir aðra hesta en fullt er orðið undir Frakk frá Langholti.