Þristur frá Feti, sleppt í 25 hryssur.

Örfá pláss eru laus undir Þrist á seinna gangmáli sem hefst í næstu viku. Tekið verður við hryssum á Borgum,  í Borgarfirði mánudaginn 25. júlí á milli kl. 18 og 20.  Eingöngu tekið við pöntunum í gegnum vefinn www.hrossvest.is. Verð með öllu er kr. 113.000.   Nánari upplýsingar gefur Hrefna í gsm. 863-7364.


Þristur er farsæll og frjósamur kynbótahestur sem hefur sannað sig rækilega og hlaut hann m.a. 1. verðlaun fyrir afkvæmi á LM í sumar. Hann hefur gefið kynbótahross í fremstu röð og mörg afkvæma hans eru þegar farin að sanna sig á keppnisvellinum. Sem dæmi um afkvæmi hans má nefna Kappa frá Kommu, Kolbrá frá Feti, Þrennu frá Strandarhjáleigu og mörg fleiri.
Þristur gefur fasmikil hross með frábæru tölti, en tæp 40% sýndra afkvæma hans hafa hlotið 9.0 eða 9.5 fyrir tölt. Í dómsorðum Þrists á LM sagði m.a. „Þristur gefur háreist og prúð hross með úrvals tölt, góðan vilja og háan fótaburð.“