Sónun í september

Ljóni og Frakkur verða í Fellsöxl til 20. ágúst.  Stefnt er að sóna frá þeim 6. september.  Sónað verður undan Blæ 7. september.  Möller og Fláki verða til 25. ágúst.  Þristur og Dynur verða fram til mánaðamóta og því ekki sónað frá þeim fyrr en um miðjan september.

Almennt  er á sónun tveimur vikum síðar en almennt er miðað við að hryssurnar verði í girðingunum a.m.k. 15 daga eftir að stóðhestur er tekinn úr hópnum. 

Ekki er hægt að gefa nánari upplýsingar að svo stöddu en upplýsingar verða settar inn á síðuna um leið og endanlegar tímasetningar um sónun liggja fyrir.

Á myndinni má sjá afkvæmi Brjáns frá Blesastöðum sem var í Hólslandi á vegum HROSSVEST sumarið 2010.