Þristur og Dynur teknir úr girðingum

Þristur frá Feti og Dynur frá Hvammi verða teknir úr girðingum laugardaginn 11. september n.k.  Þar sem sumarið kom í seinna lagi frestaðist að hestarnir yrðu settir í girðingarnar vegna gróðurleysis.  Því seinkaði öllu um rúma viku.  Dynur og Þristur voru því ekki settir í girðinganar fyrr en 26. og 27. júlí.  Til þess að hryssurnar náir örugglega tveimur gangmálum þótti ekki annað hægt en að seinka í þennan endann líka.  Þetta þýðir þar með að hryssurnar (hvað þá folöldin) eru ekki að koma heim fyrr en á bilinu 26. – 27. september.