HROSSVEST mun ekki halda folaldasýningu.

HROSSVEST mun ekki halda folaldasýningu.  Er þetta ákvörðun stjórnar.  Verkefninu er vísað til deildasambandsins.  Ástæða ákvörðunarinnar er sú að farið er að halda folaldasýningar án aðkomu HROSSVEST sem er mjög eðlilegt.  Aðstaða til folaldasýninga er víða orðin góð og því hafa hestamannafélög og/eða einstaklingar staðið fyrir sýningarhaldi.  Stjórn vonar að hrossaræktardeildir svæðisins taki við verkefninu þar sem folaldasýningar eru ekki nú þegar haldnar.