Haustfundur Hrossaræktarsambandsins

Hrossaræktarsamband Vesturlands heldur árlegan haustfund sinn sunnudaginn 27. nóvember nk.
Að venju verða veitt verðlaun fyrir efstu kynbótahross í hverjum flokki og Ræktunarbú Vesturlands árið 2011 verður verðlaunað.

Á fundinum verður í fyrsta sinn veittar heiðursviðurkenningar fyrir vel unnin störf á sviði félags- eða ræktunarstarfs.

Gestir fundarins verða tveir. Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur Bændasamtaka Íslands, fer yfir hrossaræktina á árinu og Guðmar Auðbertsson, dýralæknir, flytur erindi um sæðingar og fósturvísaflutninga.

Fundurinn verður haldinn í Hótel Borgarnesi og hefst kl. 14.00.