Berg valið Hrossaræktarbú ársins 2011.

Ræktunarbú Vesturlands 2011 er Berg, en ræktendur þar eru þau Anna Dóra Markúsdóttir og Jón Bjarni Þorvarðarson. Önnur bú sem voru tilnefnd eru: Brautarholt, Skáney, Skipaskagi og Vestri-Leirárgarðar.

Á meðfylgjandi mynd má sjá þau Önnu Dóru Markúsardóttur og Jón Bjarna Þorvarðarson en þau hjónin tóku við viðurkenningu fyrir Hrossaræktarbú Vesturlands árið 2011.  Þau hjónin eiga Ugga frá Bergi sem stóð efstur í flokki 7 vetra og eldri stóðhesta á sambandssvæðinu.  Skriða frá Bergi stóð efst í flokki  5 vetra  og Brá frá Bergi í flokki 6 vetra hryssna.