Níu frumkvöðlar Hrossaræktarsambands Vesturlands voru heiðraðir á haustfundi þess sem haldinn var á sunnudaginn, 27. nóvember, í Hótel Borgarnesi. Þetta er í fyrsta sinn sem Hrossaræktarsambandið veitir heiðursviðurkenningar, en stjórnin samþykkti nýlega að veita skyldi þeim sem skarað hafa framúr í félags- og ræktunarmálum sambandsins gullmerki. Þótti við hæfi að heiðra þennan hóp í fyrsta sinn.
Fyrstu gullmerkjahafar Hrossaræktarsambands Vesturlands eru þau Árni Guðmundsson frá Beigalda, Leifur Kr. Jóhannesson, Mosfellsbæ, Einar E. Gíslason, Syðra-Skörðugili, Haukur Sveinbjarnarson, Snorrastöðum, Gísli Höskuldsson, Hofsstöðum, Sigurborg Ágústa Jónsdóttir, Báreksstöðum, Ólöf Kolbrún Guðbrandsdóttir, Nýja-Bæ, Ragnar Hallsson, Hallkelsstaðahlíð og Högni Bæringsson, Stykkishólmi. Á myndinni má sjá þau í þessari röð: