Eins og áður hefur komið fram hérna á heimasíðunni er unnið að samningum við stóðhestaeigendur fyrir sumarið 2012. Nú er ljóst að Gustur frá Gýgjarhóli og Dynur frá Dísarstöðum 2 verða á vegum HROSSVEST á Vesturlandi á komandi sumri. Einnig hafa náðst samningar um Klett frá Hvammi en hann verður fyrra tímabil.