Og enn fjölgar hestum á vegum HROSSVEST.

Samningar eru í höfn við fleiri stóðhestaeigendur.  Sólon frá Skáney verður á hústímabili,  (IS2000135815)  eða fram til 20. júní.  Sólon þarf ekki að kynna, svo oft hefur hann sést á keppnisvellinum á Vesturlandi og víðar.  Sólon hefur hlotið fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi.   http://skaney.is/pages/kynbotahross/stodhestar/solon-fra-skaney/

Einnig er búið að ganga frá samningum við eigendur þeirra Gusts frá Gýgjarhóli ( IS2005157339 9  og Dyns frá Dísarstöðum 2. (IS2006182660)