Albróðir Harðar kemur í hans stað.

Hörður frá Blesastöðum 1a mun ekki verða á Vesturlandi í sumar.  Hesturinn slasaðist fyrir skömmu og er nú orðið ljóst að það mun  ekki takast að sýna hann.  Hann verður því settur í hvíld en til stóð að sýna hann á landsmótinu.

Í stað Harðar kemur albróðir hans, sem hefur ekki enn hlotið nafn.  Hann er móvindóttur að lit og þykir efnilegur.  Hesturinn hefur fallegar hreyfingar og eru dæmi um að þeir sem hafa séð hann hafi pantað fleiri en eitt pláss.  Hesturinn hefur númerið IS2009187800 í FENG.