Í aðdraganda haustfundar HROSSVEST hefur verið lögð vinna í að kalla eftir upplýsingum frá búnaðar- og hestamannafélögum sem eiga aðild að Hrossaræktarsambandinu. Hrossaræktarsamband Vesturlands samanstendur af deildum og starfar samkvæmt gildandi búfjárræktarlögum. Félagssvæðið er frá Hvalfjarðarbotni að Hrútafjarðarborni, auk Strandasýslu, Austur-Barðastrandasýslu og félagssvæði hestamannafélagsins Storms. Eins og sjá má hér þá er verið að tala um tíu deildir og félög.Í einhverjum tilvikum getur verið um tvítalningu félaga að ræða, einkum þar sem búnaðarfélög og hestamannafélag á sama svæði eru aðilar að HROSSVEST. Á þetta helst við um svæði Búnaðarfélög Mýramanna og Þverárþings þar sem einhverjir einstaklingar eru einnig félagar í Skugga.
Búnaðarfélög:
Búnaðarfélag Skorradalshrepps. 25
Búnaðarfélag Andakíls 40
Búnaðarfélag Lundarreykjadals 34
Búnaðarfélag Reykdæla 27
Búnaðarfélag Hálsasveitar. 17
Búnaðarfélag Þverárþings, 66
Búnaðarfélag Mýramanna. 86
Hestamannafélög
Hestamannafélagið Dreyri 205
Hestamannafélagið Skuggi. Borgarnesi 264
Hestamannafélagið Snæfellingur. 221
Hestamannafélagið Stormur 97
Hestamannafélagið Blakkur 32
Hestamannafélagið Glaður 150
Samtals félagar 1.264