Erlendir hryssueigendur vaxandi viðskiptamannahópur

Erlendum einstaklingum, sem eiga hryssur á Íslandi, hefur fjölgað mikið á undanförnum árum.  Oftar en ekki eru þessir ágætu eigendur búsettir erlendis og eru með einstaklinga hérlendis sem þjónusta þá með ýmsum hætti.   Eitt er að koma hryssunum undir góða stóðhesta.   Á stjórnarfundi Hrossaræktarsambandsins sem haldinn var 16. jan. sl. vakti gjaldkeri sambandsins athygli á því að nauðsynlegt sé að koma á einhverjum reglum þegar mál snúa með þessum hætti. Í einstaka tilfellum hafa komið upp aðstæður þar sem svo virðist sem enginn ábyrgðarmaður sé fyrir hryssunni, sem þó var pantað fyrir og komið með í girðinguna.  Innheimtur hafa gengið illa og jafnvel ekki.  Því samþykkti stjórn að setja reglur í kringum mál af þessu tagi og koma upp athugasemd á pöntunareyðublaði sem hljóðar svo:

,,Komi hryssur sem eru í eigu aðila búsettum erlendis, skulu þeir tilnefnda tilsjónarmann sem ábyrgist greiðslur og hryssuna sjálfa.  Hryssueigandi skal tilgreina í athugasemd þegar pantað er hver sé ábyrgur“.

Tekið skal fram að almennt séð eru erlendir viðskiptamenn stækkandi hópur hjá Hrossvest og flest allir staðið sig með prýði hvað alla þætti varðar.  Hér er því um vaxandi og góðan viðskiptamannahóp að ræða sem tekið er vel á móti.