Opnað hefur verið fyrir pantanir – félagsmenn deilda ganga fyrir til 20.03

Opnað hefur verið fyrir pantanir.  Nú er því ekkert að vandbúnaði að hefja pantanir en munið að hafa örmerkja- og FENG- númer hryssunnar sem pantað er fyrir við hendina.  Þið hryssueigendur sem pantið, og eru búsettir erlendis, munið að tilgreina umsjónaraðila.  Af genu tilefni, munið að félagsmenn þeirra deilda sem standa að Hrossaræktarsambandinu ganga fyrir með pantanir fram til 20. mars.

Á myndinni hér til hægri má sjá húsnotkunarhestinn sem er Ársæll frá Hemu.  Sonur Sæs frá Bakkakoti.  Hann hefur t.d. einkunnina 8,5 fyrir háls herðar og bóga.  Hvetjum ykkur til að skoða þennan hest.