Stóðhestar á vegum HROSSVEST fyljuðu 111 hryssur sumarið 2013

Á stjórnarfundi Hrossaræktarsambands Vesturlands þann 1. október sl. var farið yfir stóðhestahald sumarið 2013. Alls voru 9 stóðhestar notaðir á vegum sambandsins og undir þá komu samtals 138 hryssur. Af þeim eru 111 með staðfestu fyli. Flestar hryssur, eða 36, voru hjá Óskasteini frá Íbishóli.Af þeim eru 29 fengnar. Næst flestar voru hjá Glóðafeyki frá Halakoti, eða 28 og 26 fengnar. Hjá Þresti frá Efri-Gegnishólum voru 15 hryssur og 12 fengnar. Hjá Klakanum frá Skagaströnd voru fjórtán hryssur sem allar eru fengnar. Hjá Kvisti frá Skagaströnd voru 13 hryssur og var staðfest fyl í níu þeirra. Jafnmargar hryssur voru hjá Straumi frá Skrúð og var staðfest fyl í átta þeirra, en ekki er vitað hvort fleiri hafi verið sónaðar. Hjá Blæ frá Torfunesi voru 9 hryssur, ein þeirra var geld og ein var ekki sónuð. Fimm hryssur voru bæði hjá Dyni frá Hvammi og Kiljani frá Steinnesi og fanghlutfall eins, þ.e. þrjár voru fengnar en tvær geldar.

Til samanburðar má geta þess að í fyrra komu 133 hryssur undir stóðhesta á vegum sambandsins og þar af voru 15 geldar.

Geta má þess að farið er að skoða með stóðhesta á komandi sumri en engir samningar hafa verið staðfestir enn sem komið er.