Einhamar hrossaræktarbú Vesturlands 2013.

Hrossaræktarbúið Einhamar var útnefnt hrossaræktarbú Vesturlands á haustfundi Hrossaræktarsambandsins sem lauk fyrir stundu.  Það eru þau hjónin Hjörleifur Jónsson og Sif Ólafsdóttir sem standa á bak við ræktunina.  Fjöldi hrossaræktarbúa voru tilnefnd að þessu sinni enda árangur Vestlenskra hrossabúa með betra móti, ef ekki besta móti.  Hrossaræktarsambandið óskar þeim Sif og Hjörleifi innilega til hamingju með árangur ársins.

Á myndinni má sjá stolta hrossaræktendur sem fengið hafa viðurkenningar fyrir hæst dæmdu gripi í hverjum flokki.  Fulltrúar hrossaræktarbús Vesturlands, þau Sif og Hjörleifur eru lengst til hægri á myndinni.