Stóðhestar sumarið 2014

Hér má sjá Kolskegg frá Kjarnholtum í byggingadómiVinna er nú í fullum gangi við að ljúka við samningagerð vegna stóðhesta sem verða á vegum HROSSVEST sumarið 2014.  Þessir hestar eru:

Kolskeggur frá Kjarnholtum 1, Viti frá Kagaðarhóli, Rammi frá Búlandi, Þytur frá Neðra-Seli, Hrafnagaldur frá Hákoti, Sjálfur frá Austurkoti, Hringur frá Gunnarsstöðum og Þorlákur frá Prestsbæ.  Ekki er loku fyrir það skotið að fleiri hestar bætist í hópinn.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Kolskegg frá Kjarnholtum í byggingardómi.