Opnað hefur verið fyrir pantanir

Nú hefur verið opnað fyrir pantanir á heimasíðunni okkar.  Verið var að landa samningi um Korg frá Ingólfshvoli.  Hann kemur um 20. júní og verður langt tímabil.

Það er því ekkert að vanbúnaði.  Alls verða níu hestar á vegum HROSSVEST á komandi sumri.   Munið að hafa worldfengnúmer hryssunnar og númer örmerkis við hendina þegar pöntunarferlið hefst.