Hringur frá Gunnarsstöðum hækkaði úr 8,08 í 8,30 í aðaleinkunn í kynbótadómi í vor. Hringur er orðinn fimm vetra gamall og sýnir góða framför á milli ára. Kolskeggur frá Kjarnholtum er nú sex vetra gamall. Hann hækkaði í vor í 8,66 úr 8,48. Kolskeggur hefur bætt jafnt og þétt við sig frá fjögurra vetra aldri en hann hefur sérstaklega góða byggingareinkunn, eða 8,74. Nýjustu dóma þeirra má finna hérna á heimasíðunni undir ,,stóðhestar 2014″ hægra megin á síðunni. Pantanir fara í gegnum linkinn ,,pantanir“. Á myndinni hérna til hægri má sjá Kolskegg frá Kjarnholtum, knapi: Gísli Gíslason.