Ræktunarbú Vesturlands 2014

Á haustfundi Hrossaræktarsambands Vesturlands var tilnefnt hrossaræktarbú Vesturlands árið 2014.

Birna og dóttirin Ilva SólÞetta árið er það Lambanes í Dalasýslu sem skoraði hæst en það eru þau Birna Tryggvadóttir Torlacius og Agnar Magnússon sem eru skráð fyrir ræktun þeirra gripa sem fram komu frá Lambanesi.  Stjórn hrossaræktar- sambandsins óskar þeim Birnu og Agnari innilega til hamingju með árangur þeirra í hrossaræktinni en þau hlutu einnig tilnefningu ,,ræktunarbú ársins 2014″ á landsvísu.  Á myndinni má sjá þær mæðgur Birnu og Ilvu Sól en því miður sá Agnar sér ekki fært að vera með þeim í dag.