Búin sem tilnefnd voru til !

Búin sem tilnefnd voru þetta árið eru:  Berg, Brautarholt, Einhamar 2, Kirkjuskógur, Lambanes, Mið-Fossar, Nýi-Bær, Oddsstaðir 1, Skáney, Skipanes, Skipaskagi, Syðstu-Fossar og Vestri-Leirárgarðar.

Það er nokkuð víst að þetta er besti árangur Vestlenskar ræktunar til þessa,  a.m.k. í einkunnum talið.  Gæði hrossanna eru sífellt í bata og var ánægjulegt að fylgjast með landsmóti hestamanna þetta árið.  Sjá Vestlenska ræktun verma efstu sæti á landsmóti í fleiri en einum flokki og þaðan af fleiri í efstu fimm sætum á landsmóti. Vestlensk hrossarækt er komin í fremstu röð á landsvísu og er það ánægjulegt.