Stóðhestar ársins 2015

Góð svör urðu við auglýsingu HROSSVEST þar sem óskað var eftir stóðhestum til leigu fyrir næsta sumar.  Stjórnin mun taka sér tíma fram yfir áramót að vinna endanlegan lista en líklegur er Farsæll frá Litla-Garði.  Myndband af honum hefur fengið gríðarlegt áhorf inni á facebook síðu sambandsins en einnig má sjá myndbandið Farsæll frá Litla-Garði hér.  Þess má geta að síðast núna í vikunni var sent inn svar við auglýsingunni og er þar álitlegt nafn á ferðinni.  Það er því ekki síður  verkefni stjórnarinnar að semja um verð á hestunum.