Aðalfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands

Aðalfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands verður haldinn á Hótel Hamri mánudagskvöldið 11. maí n.k.  Hefst fundurinn kl. 20:30.

Gestur fundarins verður Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna og bóndi í Bakkakoti í Stafholtstungum. Hann mun fara yfir málefni hossaræktar út frá sínu starfi sem formaður Bændasamtakanna.