Hestarnir Brennir frá Efr-Fitjum, Farsæll frá Litla-Garði, Hvinur frá Vorsabæ, Jarl frá Árbæjarhjáleigu, Hrafn frá Efri-Rauðalæk og Snillingur frá Íbishóli verða ekki á svæði Hrossaræktarsambandsins í sumar. Ástæðan er sú að ekki hafa náðst lágmarkspantanir undir hestana. Því miður standa málin þannig að pantanir hafa farið mjög rólega af stað þetta árið og ekki er útséð með að hætta verði við fleiri hesta en hér hafa verið taldir upp. Með von um að hryssueigendur taki við sér svo mögulegt verði á að halda þeim hestum sem enn eru eftir í pottinum, en það eru þeir:
Eldjárn frá Tjaldhólum Verð kr. 132.000 kr. m/vsk Tímabil 20.06 til 25.07
Þorlákur frá Prestsbæ Verð kr. 75.000 kr. m/vsk Tímabil 20.06 til 25.08
Loki frá Selfossi Verð kr. 184.000 kr. m/vsk Tímabil 15.07 til 25.08
Skýr frá Skálakoti. Verð kr. 156.000 kr. m/vsk Tímabil 20.06 til 25.07
Æsir frá Efri-Hrepp. Verð kr. 75.000 kr. m/vsk Tímabil 20.06 til 25.08