Tekið verður á móti hryssum – Eldjárn

Tekið verður á móti hryssum undir Eldjárn frá Tjaldhólum 23. júní milli kl.19.00 og 20.00. Verður hann í hólfi fyrir neðan nýja þjóðveginn á Stóru-Fellsöxl. Gott væri að gefa hryssum og folöldum ormalyf áður en þeim er sleppt í hólfið. Nánar upplýsingar gefur Ingibergur í síma 8975128.