Hrossaræktarsamband Vesturlands veitti viðurkenningar fyrir efstu hross í hverjum flokki svo og var útnefnt Hrossaræktarbú Vesturlands árið 2016.
Sjá nánar á facebooksíðu Hrossaræktarsambands Vesturlands en þar má sjá allar viurkenningar til ræktenda og heiðursfélaga HrossVest.

Hjónin Jónn Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir.
Það var Skipaskagi sem er útnefnt í ár en fast á hæla Skipaskaga var Berg á Snæfellsnesi. Munaði mjög litlu á þessum búum. Það eru hjónin Jón Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir sem standa á bak við ræktunina í Skipaskaga en þetta er í þriðja sinn frá því árið 2000 sem þau fá þessa útnefningu. Alls voru 14 bú tilnefnd á Vesturlandi á þessu ári en búunum hefur fjölgað jafnt og þétt með árunum. Þau bú sem náðu tilnefningu eru:
Berg Jón Bjarni Þorvarðarson og Anna Dóra Markúsdóttir.
Brautarholt Björn Kristjánsson, Snorri Kristjánsson og Þrándur Kristjánsson.
Efri-Hreppur Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir og Jóhannes Guðjónsson.
Einhamar 2 Hjörleifur Jónsson og Sif Ólafsdóttir.
Húsafell 2 Inga Dröfn Sváfnisdóttir og Róbert Veigar Ketel.
Miðhraun I Ingibjörg Kristjánsdóttir og Ólafur Ólafsson.
Oddsstaðir I Sigurður Oddur Ragnarsson og Guðbjörg Ólafsdóttir.
Skáney Skáneyjarbúið.
Skipaskagi Jón Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir.
Skrúður Sigfús Kristinn Jónsson og Ragnhildur Guðnadóttir.
Steinsholt Jakob Svavar Sigurðsson og Sigurður Guðni Sigurðsson.
Stóri-Ás Kolbeinn Magnússon og Lára Kristín Gísladóttir.
Syðstu-Fossar Snorri Hjálmarsson og Unnsteinn Snorri Snorrason.
Söðulsholt Einar Ólafsson.