Þau voru heiðruð á haustfundi Hrossaræktarsambandsins

Heiðursfélagar Hrossaræktarsambandsins

Heiðursfélagar Hrossaræktarsambandsins

Á haustfundi Hrossaræktarsambands Vesturlands voru fimm einstaklingar heiðraðir fyrir aðkomu sína að ræktunarmálum og síðast en ekki síst að félagsmálum innan hestamannafélaganna á Vesturlandi.  Þeir sem hér um ræðir eru flest á myndinni, talið  frá hægri til vinstri.  Þórður Bachmann, Marteinn Valdimarsson, Gunnar Örn Guðmundsson, Jónína Hlíðar og  á myndinni stendur Smári Njálsson sem tók við heiðursmerki bróður síns, Marteins Njálssonar.   Stjórn HROSSVEST óskar þeim innilega til hamingju enda öll sem eitt vel að heiðurstilnefningunni komin.  Sjá nánar um búsetu þeirra undir flipanum ,,heiðursfélagar“ hérna til hægri á síðunni.