Hrossaræktarsamband Vesturlands stefnir að því að halda ,,Ræktunarsýningu Vesturlands 2017″ í reiðhöllinni Faxaborg laugardaginn 25. mars n.k. Þau ræktunarbú á Vesturlandi sem hafa áhuga á að koma þar fram og kynna bú sín og gæðinga hafið samband í gegnum netfangið hrossvest@hrossvest.is og látið vita af áhuga ykkar. Einnig er leyfilegt að benda á góða gripi og góð bú í gegnum þetta sama netfang. Það er stjórn Hrossaræktarsambandsins sem stendur að sýningunni og fulltrúar úr stjórn sem setja sýninguna upp og verða í sambandi við þá sem koma til með að verða með hesta á sýningunni.