Breytingar hafa orðið á. Spaði frá Barkarstöðum verður á vegum HROSSVEST í Fellsöxl.
Hrossaræktarsamband Vesturlands verður með stóðhestinn Spaða frá Barkarstöðum (IS-2013180711) til notkunar í girðingu í Fellsöxl í sumar.
Spaði var í 4 sæti á landmótinu í 5 vetra flokki stóðhesta. Hann var fyrst sýndur 4ra vetra gamall sem klárhestur og fékk 8,13 í aðaleinkunn. Í ár var Spaði sýndur með skeiði og fór í 8,67 í hæfileika. Sjá nánar yfirlit yfir hestinn hér á síðunni.
Spaði var í 4 sæti á landmótinu í 5 vetra flokki stóðhesta. Hann var fyrst sýndur 4ra vetra gamall sem klárhestur og fékk 8,13 í aðaleinkunn. Í ár var Spaði sýndur með skeiði og fór í 8,67 í hæfileika. Sjá nánar yfirlit yfir hestinn hér á síðunni.
_

_
Spaði er undan Orra frá Þúfu og Væntingu frá Hruna, sem er undan Aroni frá Strandarhöfði og Þrá frá Kópareykjum, Kolfinnsdóttir með 8,50 fyrir hæfileika.
Undan Væntingu hafa verið tamin 5 afkvæmi – 4 af þeim sýnd og öll í fyrstu verðlaunum, meðaleinkunn byggingar og hæfileika er 8,30.
Folatollur kostar 78.000 með VSK (innifalin er ein sónun og girðingargjald). Greiða þarf staðfestingargjald 30.000 kr áður en hryssa kemur í hólfið.
Hesturinn verður settur í girðinguna á Fellsöxl sunnudaginn 15. júlí. Tekið verður á móti hryssum milli 14-16 þann dag. Einnig verður hægt að bæta inn á hestinn ef svo ber undir.
Pantanir hjá Unnsteini í síma 899 4043 eða netfangið unsnsn@gmail.com.