Heiðursfélagar Hrossaræktarsambands Vesturlands 2018

Þau Kristján Gíslason í Borgarnesi og Brynja Jóhannsdóttir í Stykkishólmi fengu heiðursnafnbót Hrossaræktarsambandsins.  Heiðursfélagar hafa staðið sig framúrskarandi vel í félagsstarfi hestamanna og jafnvel ræktun.  Kristján hafði á orði þegar hann fékk viðvörun um að mæta á haustfund HROSSVEST að hann hefði aldrei náð að rækta hest.  Flestum er það þó kunnugt að ekki hefur verið haldið mót í ára raðir þar sem hans hefur ekki notið við.  Hafa þau bæði verið í stjórn fjórðungsmóta svo eitthvað sé nefnd.  Brynja hefur verið ötul í mótastarfi í sinni heimabyggð sem er Snæfellsnes en hún er búsett í Stykkishólmi.