Fundur um málefni hrossaræktar 27.feb. kl. 20;30

FUNDUR Í BORGARNESI MIÐVIKUDAGINN 27. FEBRÚAR KL. 20:30 Í FÉLAGSHEIMILI BORGFIRÐINGS

Fundir um málefni hrossaræktarinnar hefjast fljótlega en Sveinn Steinarsson formaður Félags hrossabænda og Þorvaldur Kristjánsson hrossaræktarráðunautur verða á ferðinni um landið og kynna það sem er efst á baugi. Helstu málefni sem tekin verða fyrir á fundunum eru m.a. eftirfarandi:

• Þróun ræktunarmarkmiðs í hrossarækt 
• Dómskalinn – þróun og betrumbætur
• Nýjir vægistuðlar eiginleikanna
• Málefni Félags hrossabænda