Opið fyrir pantanir

19/04/2017

Opnað hefur verið fyrir pantanir á heimasíðu HROVEST.  Staðfestingargjald verður innheimt með greiðsluseðli og með þeirri greiðslu hefur viðkomandi staðfest pöntun hjá HROSSVEST.  Hafið worldfengnúmer hryssu og örmerki við hlið ykkar er pöntunarferli hefst.

 

Gengur brösulega með greiðslukerfið

18/04/2017

Verið  er að setja upp greiðslukerfi á heimasíðu okkar, þ.e. svo staðfestingargjöld greiðist um leið og pöntun fer fram.

EN:

Dregist hefur að opna fyrir pantanir á heimasíðu hrossvest.  Ástæða þess er sú aðuppsetning  greiðslukerfisins hefur orðið heldur tímafrekara en reiknað var með í upphafi.   Unnið er að uppsetningu kerfisins hjá Borgun en fari svo að það náist ekki að klára uppsetningu þess  á morgun munu pantanir fara í gang án þess, eða með gamla laginu og sendir út greiðsluseðlar fyrir staðfestingargjaldinu.

Greiðslukerfið á að létta innheimtu á staðfestingargjöldum., þ.e. staðfestingargjaldið  greiðist um leið og pöntun fer fram.  Vonum að það komist í loftið á morgun.  Trúum því að þetta takist.

Ræktun Vesturlands 2017

19/01/2017

Hrossaræktarsamband Vesturlands stefnir að því að halda ,,Ræktunarsýningu Vesturlands 2017″ í reiðhöllinni Faxaborg laugardaginn 25. mars n.k.  Þau ræktunarbú á Vesturlandi sem hafa áhuga á að koma þar fram og kynna bú sín og gæðinga hafið samband í gegnum netfangið hrossvest@hrossvest.is  og látið vita af áhuga ykkar.  Einnig er leyfilegt að benda á góða gripi og góð bú í  gegnum þetta sama netfang.    Það er stjórn Hrossaræktarsambandsins sem stendur að sýningunni og fulltrúar úr stjórn sem setja sýninguna upp og verða í sambandi við þá sem koma til með að verða með hesta á  sýningunni.  

Óskað er eftir stóðhestum til leigu.

07/01/2017

Hrossaræktarsamband Vesturlands óskar eftir stóðhestum til leigu sumarið 2017.
Skilyrði er að viðkomandi hestar séu með 1. verðlaun í aðaleinkunn.
Hafir þú áhuga á viðskiptum við okkur þá vinsamlega sendu upplýsingar þar um ásamt verði m. vsk á fengna hryssu og öðrum skilyrðum til formanns sambandsins á netfangið. Stjórn sambandsins mun vinna úr innsendum tilboðum.

hrossvest@hrossvest.is eigi síðar en 01.03.2017.
Fyrir hönd stjórnar
Gísli Guðmundsson,
formaður
S 8940648.

Efstu þrjú hross í hverjum flokki á Vesturlandi.

25/11/2016
Skaginn frá Skipaskaga

Skaginn frá Skipaskaga, flaggskip ræktunarbús ársins 2016 á Vesturlandi Tekin á LM.2016

Stóðhestar 7 vetra og eldri

Ölnir frá Akranesi                   Aðaleinkunn 8,82

Skaginn frá Skipaskaga            Aðaleinkunn 8,73

Bruni frá Brautarholti              Aðaleinkunn 8,47

Stóðhestar 6 vetra

Logi frá Oddsstöðum               Aðaleinkunn 8,55

Sproti frá Innri-Skeljabrekku    Aðaleinkunn 8,54

Erill frá Einhamri 2                  Aðaleinkunn 8,48

Lesa meira »

Fáir útnefndir en mörg bú tilnefnd í ár.

Í  ár voru það fjórtán hrossaræktarbú af Vesturlandi tilnefnd voru á landsvísu.  Búin eru hér talin upp í starfrófsröð og nefndir til sögunnar ræktendurnir sem standa á bak við búin:

Jón Bjarni og dóttirin, Sól

Jón Bjarni Þorvarðarson og dóttirin Sól Jónsdóttir

Berg Jón Bjarni Þorvarðarson og Anna Dóra Markúsdóttir

Brautarholt, Björn Kristjánsson, Snorri Kristjánsson og Þrándur Kristjánsson

Lesa meira »

Þau voru heiðruð á haustfundi Hrossaræktarsambandsins

Heiðursfélagar Hrossaræktarsambandsins

Heiðursfélagar Hrossaræktarsambandsins

Á haustfundi Hrossaræktarsambands Vesturlands voru fimm einstaklingar heiðraðir fyrir aðkomu sína að ræktunarmálum og síðast en ekki síst að félagsmálum innan hestamannafélaganna á Vesturlandi.  Þeir sem hér um ræðir eru flest á myndinni, talið  frá hægri til vinstri.  Þórður Bachmann, Marteinn Valdimarsson, Gunnar Örn Guðmundsson, Jónína Hlíðar og  á myndinni stendur Smári Njálsson sem tók við heiðursmerki bróður síns, Marteins Njálssonar.   Stjórn HROSSVEST óskar þeim innilega til hamingju enda öll sem eitt vel að heiðurstilnefningunni komin.  Sjá nánar um búsetu þeirra undir flipanum ,,heiðursfélagar“ hérna til hægri á síðunni.

Skipaskagi, hrossaræktarbú Vesturlands 2016

13/11/2016

Hrossaræktarsamband Vesturlands veitti viðurkenningar fyrir efstu hross í hverjum flokki svo og var útnefnt Hrossaræktarbú Vesturlands árið 2016.

Sjá nánar á facebooksíðu Hrossaræktarsambands Vesturlands en þar má sjá allar viurkenningar til ræktenda og heiðursfélaga HrossVest.

Hjónin Jónn Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir.

Hjónin Jónn Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir.

Það var Skipaskagi sem er útnefnt í ár en fast á hæla Skipaskaga var Berg á  Snæfellsnesi.  Munaði mjög litlu á þessum búum.  Það eru hjónin Jón Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir sem standa á bak við ræktunina í Skipaskaga en þetta er í þriðja sinn frá því árið 2000 sem þau fá þessa útnefningu.  Alls voru 14 bú tilnefnd á Vesturlandi á þessu ári en búunum hefur fjölgað jafnt og þétt með árunum.  Þau bú sem  náðu tilnefningu eru:

Lesa meira »

Hrossvest óskar hefur stóðhestum til leigu sumarið 2017

25/10/2016

Hrossaræktarsamband Vesturlands óskar hér með eftir stóðhestum til leigu sumarið 2017.

Þeir hestar sem til greina koma skulu vera með 1. verðlaun í aðaleinkunn.

Hafir þú áhuga á viðskiptum við okkur þá vinsamlega sendu upplýsingar þar um ásamt verði m. vsk á fengna hryssu og öðrum skilyrðum til formanns sambandsins á netfangið hrossvest@hrossvest.is eigi síðar en 15.03.2017.

Fyrir hönd stjórnar

Gísli Guðmundsson,

formaður

S 8940648

Opnað hefur verið fyrir pantanir

08/04/2016

Opnað hefur verið fyrir pantanir.  Hafið worlfengnúmer hryssunnar og örmerki við hendina þegar pöntunarferlið hefst.

Fimm glæsilegir hestar verða í boði í sumar.  Nánari upplýsingar eru um hestana á linknum ,,stóðhestar 2016″ og er hér á heimasíðunni til vinstri.