Fáir útnefndir en mörg bú tilnefnd í ár.

25/11/2016

Í  ár voru það fjórtán hrossaræktarbú af Vesturlandi tilnefnd voru á landsvísu.  Búin eru hér talin upp í starfrófsröð og nefndir til sögunnar ræktendurnir sem standa á bak við búin:

Jón Bjarni og dóttirin, Sól

Jón Bjarni Þorvarðarson og dóttirin Sól Jónsdóttir

Berg Jón Bjarni Þorvarðarson og Anna Dóra Markúsdóttir

Brautarholt, Björn Kristjánsson, Snorri Kristjánsson og Þrándur Kristjánsson

Lesa meira »

Þau voru heiðruð á haustfundi Hrossaræktarsambandsins

Heiðursfélagar Hrossaræktarsambandsins

Heiðursfélagar Hrossaræktarsambandsins

Á haustfundi Hrossaræktarsambands Vesturlands voru fimm einstaklingar heiðraðir fyrir aðkomu sína að ræktunarmálum og síðast en ekki síst að félagsmálum innan hestamannafélaganna á Vesturlandi.  Þeir sem hér um ræðir eru flest á myndinni, talið  frá hægri til vinstri.  Þórður Bachmann, Marteinn Valdimarsson, Gunnar Örn Guðmundsson, Jónína Hlíðar og  á myndinni stendur Smári Njálsson sem tók við heiðursmerki bróður síns, Marteins Njálssonar.   Stjórn HROSSVEST óskar þeim innilega til hamingju enda öll sem eitt vel að heiðurstilnefningunni komin.  Sjá nánar um búsetu þeirra undir flipanum ,,heiðursfélagar“ hérna til hægri á síðunni.

Skipaskagi, hrossaræktarbú Vesturlands 2016

13/11/2016

Hrossaræktarsamband Vesturlands veitti viðurkenningar fyrir efstu hross í hverjum flokki svo og var útnefnt Hrossaræktarbú Vesturlands árið 2016.

Sjá nánar á facebooksíðu Hrossaræktarsambands Vesturlands en þar má sjá allar viurkenningar til ræktenda og heiðursfélaga HrossVest.

Hjónin Jónn Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir.

Hjónin Jónn Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir.

Það var Skipaskagi sem er útnefnt í ár en fast á hæla Skipaskaga var Berg á  Snæfellsnesi.  Munaði mjög litlu á þessum búum.  Það eru hjónin Jón Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir sem standa á bak við ræktunina í Skipaskaga en þetta er í þriðja sinn frá því árið 2000 sem þau fá þessa útnefningu.  Alls voru 14 bú tilnefnd á Vesturlandi á þessu ári en búunum hefur fjölgað jafnt og þétt með árunum.  Þau bú sem  náðu tilnefningu eru:

Lesa meira »

Hrossvest óskar hefur stóðhestum til leigu sumarið 2017

25/10/2016

Hrossaræktarsamband Vesturlands óskar hér með eftir stóðhestum til leigu sumarið 2017.

Þeir hestar sem til greina koma skulu vera með 1. verðlaun í aðaleinkunn.

Hafir þú áhuga á viðskiptum við okkur þá vinsamlega sendu upplýsingar þar um ásamt verði m. vsk á fengna hryssu og öðrum skilyrðum til formanns sambandsins á netfangið hrossvest@hrossvest.is eigi síðar en 15.03.2017.

Fyrir hönd stjórnar

Gísli Guðmundsson,

formaður

S 8940648

Opnað hefur verið fyrir pantanir

08/04/2016

Opnað hefur verið fyrir pantanir.  Hafið worlfengnúmer hryssunnar og örmerki við hendina þegar pöntunarferlið hefst.

Fimm glæsilegir hestar verða í boði í sumar.  Nánari upplýsingar eru um hestana á linknum ,,stóðhestar 2016″ og er hér á heimasíðunni til vinstri.

Stóðhestar sumarið 2016

01/04/2016

Stóðhestar sem verða á vegum HROSSVEST, og gengið hefur verið frá samningum um eru:

Auður frá Lundum sem verður á Borgum 15. 6. til 20. júlí.  Verð kr. 99.000

Hersir frá Lambanesi sem verður í Fellsöxl 4.7. – 25.08.16.  Verð kr. 156.000

Bragur frá Ytra – Hóli sem verður í Hólslandi 4.7 – 25.08.16. Verð kr. 144.000

Herkúles frá Ragnheiðarstöuðm, verður í Fellsöxl 4.7. – 25..8.16  Verð kr. 132.000

Glaumur frá Geirmundarstöðum, verður í Fellsöxl, 4.7. – 25.8.16  Verð kr. 95.000

Opnað verður fyrir pantanir 10 apríl n.k. Vakin er athygli á því að öll verð eru gefin upp með VSK.

Hrossvest auglýsir eftir stóðhestum til leigu

15/02/2016

Hrossaræktarsamband Vesturlands óskar hér með eftir stóðhestum til leigu sumarið  2016.

Stjórn HROSSVEST óskar eftir öflugum ræktunargripum en þeir hestar sem koma til greina skulu vera með 1. verðlaun í aðaleinkunn.

Hafir þú áhuga á viðskiptum við okkur þá vinsamlega sendu upplýsingar þar um ásamt verði m. vsk á fengna hryssu og praktískum atriðum til formanns sambandsins á netfangið hrossvest@hrossvest.is eigi síðar en 01.mars 2016

Fyrir hönd stjórnar
Gísli Guðmundsson,
formaður
S 8940648

Hrossaræktarbú Vesturlands 2015

16/11/2015

Brautarholt á Snæfellsnesi

Efstu hestar í hverjum flokki

Á  meðfylgjandi mynd má sjá alla þá sem sáu sért fært að mæta á haustfundinn og taka við viðurkenningum fyrir sína gripi.  Á myndinni erþví stór hópur okkar bestu hrossaræktenda á Vesturlandi.

Stóðhestar 7 vetra og eldri.

IS2005137600    Atlas frá Lýsuhóli             Ae. 8,23

IS2007138399     Villi frá Gillastöðum        Ae. 8,22

IS2006138777      Týr frá Miklagarði            Ae. 8,19

Stóðhestar 6 vetra.

IS2009101044        Skaginn frá Skipaskaga    Ae. 8,60

IS2009135064        Eyjólfur frá Einhamri 2      Ae. 8,08

IS2009137637        Draupnir frá Brautarholti   Ae. 8,07

Lesa meira »

Haustfundur HROSSVEST 15.11.2015

29/10/2015

Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands var haldinn sunnudaginn 15. nóvember sl.  Tilnefnt var ræktunarbú Vesturlands en þann titil hlaut að þessu sinni búið

Veitt verða verðlaun fyrir efstu kynbótahrossin í hverjum flokki og Ræktunarbú Vesturlands 2015 verður verðlaunað. Þá verða veitt heiðursmerki Hrossaræktarsambands Vesturlands til einstaklinga sem hafa lagt sitt af mörkum til félags- og ræktunarstarfs í þágu hestamennskunnar á Vesturlandi.

Gestur fundarins verður Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður í hrossarækt.  Hann mun fara yfir áherslur í starfi sínu á nýjum vettvangi.

Stjórnin.