Stóðhestar sumarið 2016

01/04/2016

Stóðhestar sem verða á vegum HROSSVEST, og gengið hefur verið frá samningum um eru:

Auður frá Lundum sem verður á Borgum 15. 6. til 20. júlí.  Verð kr. 99.000

Hersir frá Lambanesi sem verður í Fellsöxl 4.7. – 25.08.16.  Verð kr. 156.000

Bragur frá Ytra – Hóli sem verður í Hólslandi 4.7 – 25.08.16. Verð kr. 144.000

Herkúles frá Ragnheiðarstöuðm, verður í Fellsöxl 4.7. – 25..8.16  Verð kr. 132.000

Glaumur frá Geirmundarstöðum, verður í Fellsöxl, 4.7. – 25.8.16  Verð kr. 95.000

Opnað verður fyrir pantanir 10 apríl n.k. Vakin er athygli á því að öll verð eru gefin upp með VSK.

Hrossvest auglýsir eftir stóðhestum til leigu

15/02/2016

Hrossaræktarsamband Vesturlands óskar hér með eftir stóðhestum til leigu sumarið  2016.

Stjórn HROSSVEST óskar eftir öflugum ræktunargripum en þeir hestar sem koma til greina skulu vera með 1. verðlaun í aðaleinkunn.

Hafir þú áhuga á viðskiptum við okkur þá vinsamlega sendu upplýsingar þar um ásamt verði m. vsk á fengna hryssu og praktískum atriðum til formanns sambandsins á netfangið hrossvest@hrossvest.is eigi síðar en 01.mars 2016

Fyrir hönd stjórnar
Gísli Guðmundsson,
formaður
S 8940648

Hrossaræktarbú Vesturlands 2015

16/11/2015

Brautarholt á Snæfellsnesi

Efstu hestar í hverjum flokki

Á  meðfylgjandi mynd má sjá alla þá sem sáu sért fært að mæta á haustfundinn og taka við viðurkenningum fyrir sína gripi.  Á myndinni erþví stór hópur okkar bestu hrossaræktenda á Vesturlandi.

Stóðhestar 7 vetra og eldri.

IS2005137600    Atlas frá Lýsuhóli             Ae. 8,23

IS2007138399     Villi frá Gillastöðum        Ae. 8,22

IS2006138777      Týr frá Miklagarði            Ae. 8,19

Stóðhestar 6 vetra.

IS2009101044        Skaginn frá Skipaskaga    Ae. 8,60

IS2009135064        Eyjólfur frá Einhamri 2      Ae. 8,08

IS2009137637        Draupnir frá Brautarholti   Ae. 8,07

Lesa meira »

Haustfundur HROSSVEST 15.11.2015

29/10/2015

Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands var haldinn sunnudaginn 15. nóvember sl.  Tilnefnt var ræktunarbú Vesturlands en þann titil hlaut að þessu sinni búið

Veitt verða verðlaun fyrir efstu kynbótahrossin í hverjum flokki og Ræktunarbú Vesturlands 2015 verður verðlaunað. Þá verða veitt heiðursmerki Hrossaræktarsambands Vesturlands til einstaklinga sem hafa lagt sitt af mörkum til félags- og ræktunarstarfs í þágu hestamennskunnar á Vesturlandi.

Gestur fundarins verður Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður í hrossarækt.  Hann mun fara yfir áherslur í starfi sínu á nýjum vettvangi.

Stjórnin.

Sónað frá Æsi og Eldjárni

16/08/2015

Mánudaginn 17. ágúst verður sónað frá Æsi frá Efri-Hrepp kl. 16.  Sónað verður frá Eldjárni frá Tjaldhólum sama dag kl. 18.  Umsjónarmaður girðingar er Ingibergur,gsm, 897-5128.

Sónað frá Skýr frá Skálakoti

26/07/2015

Sónað verður frá Skýr frá Skálakoti þriðjudaginn 28. júlí n.k.  Þeir sem eiga fengnar hryssur verða lárnir vita og eru hryssueigendur vinsamlegast beðnir um að vera í ,,startgírnum“ og sækja hryssur sínar ef símtal berst.  Umsjónarmaður girðingarinnar, Ingibergur, gsm 897-5128 mun hringja út til þeirra sem ná hryssunum sínum heim á þriðjudaginn.  Þær hryssur sem sónast ekki fengnar verða áfram í girðingunni.

Tekið á móti hryssum til Loka á þriðjudaginn 14. júlí

13/07/2015

Tekið verður á móti hryssum til Loka frá Selfossi þriðjudaginn 14. júlí milli kl. 19 og 20 í Fellsöxl.

Umsjónarmaður girðingar er Ingibergur Jónsson, gsm: 897-5128.

Umsjónarmenn hryssa eru vinsamlega beðnir um að virða þau tímamörk sem sett eru varðandi komu í Fellsöxl.  Gott er að gefa hryssum og folöldum ormalyf áður en sleppt er í girðinguna.

Tekið verður á móti hryssum – Eldjárn

23/06/2015

Tekið verður á móti hryssum undir Eldjárn frá Tjaldhólum 23. júní milli kl.19.00 og 20.00. Verður hann í hólfi fyrir neðan nýja þjóðveginn á Stóru-Fellsöxl. Gott væri að gefa hryssum og folöldum ormalyf áður en þeim er sleppt í hólfið. Nánar upplýsingar gefur Ingibergur í síma 8975128.

Pantanir hafa farið rólega af stað þetta árið.

08/06/2015

Hestarnir Brennir frá Efr-Fitjum, Farsæll frá Litla-Garði, Hvinur frá Vorsabæ, Jarl frá Árbæjarhjáleigu, Hrafn frá Efri-Rauðalæk og Snillingur frá Íbishóli verða ekki á svæði Hrossaræktarsambandsins í sumar.  Ástæðan er sú að ekki hafa náðst lágmarkspantanir undir hestana.  Því miður standa málin þannig að pantanir hafa farið mjög rólega af stað þetta árið og ekki er útséð með að hætta verði við fleiri hesta en hér hafa verið taldir upp.  Með von um að hryssueigendur taki við sér svo mögulegt verði á að halda þeim hestum sem enn eru eftir í pottinum, en það eru þeir:

Eldjárn frá Tjaldhólum    Verð kr. 132.000 kr. m/vsk     Tímabil 20.06 til 25.07
Þorlákur frá Prestsbæ    Verð kr.  75.000 kr. m/vsk       Tímabil 20.06 til 25.08
Loki frá Selfossi             Verð kr. 184.000 kr. m/vsk      Tímabil 15.07 til 25.08
Skýr frá Skálakoti.          Verð kr. 156.000 kr. m/vsk      Tímabil 20.06 til 25.07
Æsir frá Efri-Hrepp.        Verð kr.  75.000 kr. m/vsk        Tímabil 20.06 til 25.08